Myrkur og Dauði

by ZAKAZ

/
  • Streaming + Download

    Includes high-quality download in MP3, FLAC and more. Paying supporters also get unlimited streaming via the free Bandcamp app.

      name your price

     

1.
01:02
2.
07:19
3.
07:07
4.
02:52
5.
06:04
6.
7.
07:36
8.
07:34

about

"From the darkest of all places where the winter nights are cold and still, from the eerie and beautiful Iceland comes a band that, unlike any other believes that there is a place within the human mind that you can transcend to, behold the underground palace of human sorrow and it is there that music takes the form of spiritual sacrifice."

Myrkur og dauði // Mors Tenebrae :
is the first release of the Icelandic Black Metal band ZAKAZ.

Myrkur og Dauði is a full length album released in 2016.

Contact ZAKAZ at :
ContactZAKAZ@gmail.com

credits

released March 24, 2015

I - GUITAR I / VOCAL
II - GUITAR II / VOCAL
III - BASS
IV - DRUMS

Logo by Skaðvaldur

tags

license

all rights reserved

about

ZAKAZ Iceland

(((((((((((((()))))))))))))

contact / help

Contact ZAKAZ

Streaming and
Download help

Redeem code

Track Name: Hylur
Hylur

Bundin á stól við brún
ber undurfögur sjón,
Þegar hulan læðist
yfir hylur myrkrið.

...

Kristján Jóhann Júlíusson
Track Name: Gröfin
Gröfin

Hvar er í heimi hæli tryggt
og hvíld og mæðufró?
Hvar bærist aldrei hjarta hryggt?
Hvar heilög drottnar ró?

Það er hin djúpa dauðra gröf,
- þar dvínar sorg og stríð -,
er sollin lífs fyrir handan höf
er höfn svo trygg og blíð.

Þú kælir heita hjartans glóð
og heiftar slökkur bál,
Þú þaggar niður ástaróð
og ekkert þekkir tál.

Þú læknar hjartans svöðusár
og svæfir auga þreytt,
þú þerrar burtu tregatár
og trygga hvíld fær veitt.

Þú griðastaður mæðumanns,
ó, myrka, þögla gröf!
Þú ert hið eina hæli hans
og himins náðargjöf.

Kristján Jónsson
1842-1869
Track Name: Dauði
Dauði : Náin

Eilífðin heldur áfram
eitur manna elskar
Framtíð drepur fortíð
fengi hana þráir

Náin líkjast lifandi
mönnum þjáir leikandi
Vitrir sjá inn í heim þeirra
margra alda dauðra spámanna.

Hafið gleymir ey
Hafið geymir eyju,
eldur sýður sjó
suður lekur blóðið.

Bundin við hæl
sjórekin lík,
öldur skella á
Blóðugt sólarlag.
Track Name: Hamur
Beisli

Heiður, Hrokinn beislar lífið
Hlátur, brýtur niður sál
Dauðinn, hvíslar í djúpið
Dyngja, leysir úr læði

Lífið, veitir mér ekkert.
Löngun, Kemur mér eitthvert.

Hamur

Hatur, fyllir mig gáru
Sárin, ég finn fyrir engu.
Ástin, á öllu sem lifir
Eitur, áfram ég vil þig.

Hrokinn, Heiður beislar lífið
Hlátur, brestur í grát.
Dyngja, hvíslar í djúpið
Dauðinn, leysir úr læði.

Kristján Jóhann Júlíusson
Track Name: Myrkur
Myrkur : Kóngurinn

Ég sit á háum tindi Hraundranga
ég sit og horfi niður í dalinn
Hægur vindurinn blæs gráum þokum
kyrrðin talar dáleiðandi röddum.

Ég held fastar í klettabrúnina
ég sé þoku að neðan og ofan
Dauft ljós á himni strýkur þokuna
hvort skyldi ég falla eða rísa?

Ég finn eftir stund fyrir skelfingu
Ég hugsa ég gæti fallið niður
En hvers vegna hæfi ég ekki jörð?
hvorki tungl né sól, dagur né nótt veit.

Ég finn mjög skyndilega fyrir ró
ég skil loksins af hverju ég er hér
þokan umvefur mig líkt og teppi
raddir þagna og ég sef, svífandi
Track Name: Upplifun
Upplifun

Niður rjóðann vangann
renna tárin af gleði,
út í geiminn kaldann
með minningu að vopni
falla frosin spjót
sem stinga hjartans rót.

Hvar situr kóngurinn
sem semur lagabálk,
ástin er harmurinn
og hatur hérastökk.
Gula nornin flýgur
yfir himinn svartann.

Af sviknu augnaráði
andar hafið að mér,
forneskjuvilja náði
fagnandi uns hann fer
sorgin hlær djúpum skurðum
sem blæða hrauntungum.

Tóma rýmið fyllist
með rauðum rósablöðum,
úr brjósti mér hellast
hugsanir um þig...
Yfirþyrmandi stingur
tilveru mína sker
lifandi og í sundur.

- Kristján Jóhann Júlíusson 2014